spot_img
HomeFréttirGuðrún Gróa: Þetta var okkar leikur

Guðrún Gróa: Þetta var okkar leikur

 
Tuggan um að sókn vinni leiki en vörn meistaratitla rætist oftar en ekki á þessum árstíma í körfuboltanum. Íslandsmesitarar KR í Iceland Express deild kvenna hafa leikið fantavörn alla leiktíðina og eru nú að uppskera. Þeirra stoð og stytta í varnarleiknum og algerlega ódrepandi leikmaður er Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir. Karfan.is ræddi við Guðrúnu eftir að sá stóri fór á loft í DHL-Höllinni. Henni fannst þessi niðurstað nokkuð sætari en síðustu tvö tímabil með KR liðinu.
,,Ég er ekki að hata þetta enda var ég alls ekki tilbúin til þess að tapa oddaleik aftur,“ sagði Guðrún Gróa en voru tvö síðustu tímabil þar sem KR lenti í 2. sæti í deildinni að búa til einhverja pressu í þessu einvígi gegn Hamri?
 
,,Það var svona allt er þegar þrennt er í gangi hjá okkur en annars voru silfurverðlaun síðustu tveggja ára ekkert að búa til neina pressu, við vorum frekar að því sjálfar. Við ákváðum í byrjun tímabils að við ætluðum okkur að vera bestar og stóðum við það,“ sagði Guðrún Gróa en var það þriðji leikhlutinn sem gerði útslagið í kvöld?
 
,,Mér fannst þetta aldrei vera spurning eftir þriðja leikhluta, maður fær stundum svona tilfinningu og hún kom í kvöld. Þetta var okkar leikur og þess vegna vorum við sterkari á endasprettinum og höfðum allt fram að færa sem þarf til að klára svona dæmi,“ sagði Gróa sem gerði 13 stig og tók 11 fráköst í leiknum í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -