spot_img
HomeFréttirGuðrún: Allt að smella og bjart framundan

Guðrún: Allt að smella og bjart framundan

21:11
{mosimage}

(Guðrún í baráttunni gegn Keflavík í dag)

Guðrún Ámundadóttir hefur vakið nokkra athygli nú á undirbúningstímabilinu og er að finna sig mjög vel hjá KR. Hún segir æfingarnar með landsliðinu í sumar hafa gefið sér mikið og að það sé bjart framundan hjá KR þrátt fyrir tap gegn Keflavík í úrslitaleik Poweradebikarsins í dag. Guðrún gerði 18 stig fyrir KR í úrslitaleiknum og skilar einu af burðarhlutverkum KR liðsins.

KR lítur vel út um þessar mundir þó að enginn sé erlendur leikmaður í ykkar röðum. Tekst ykkur brátt að brjóta ísinn gegn Keflavík?
Jú, algjörlega! Þetta er aðeins rétt að byrja. Við erum að spila ótrúlega vel og erum ekki með erlendan leikmann en Keflavík er t.d. með þvílíkt kröftugan leikmann og við erum að spila fína vörn en það vantar aðeins herslumuninn.

Þú ert greinilega að njóta góðs af landsliðssumrinu. Ertu í þínu besta formi?
Já ég held að ég hafi eiginlega aldrei verið í betra formi. Ég var að æfa vel hjá Ágústi með landsliðinu og þetta voru hörkuæfingar og virkilega gaman og maður uppskerir eins og maður sáir!

KR hefur á að skipa sterkum ungum leikmönnum sem virðast hvergi smeykar. Er þetta allt að smella hjá ykkur?
Já, þetta er allt að smella og bjart framundan. Allir í liðinu eru að leggja mikið á sig og við erum duglegar að peppa hverja aðra upp svo þetta kemur allt hjá okkur.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -