spot_img
HomeFréttirGuðni til liðs við Arnar og Ólaf

Guðni til liðs við Arnar og Ólaf

 
Enn fjölgar Íslendingum í herbúðum Åbyhøj í dönsku úrvalsdeildinni, nú síðast ákvað Guðni Valentínusson að leika með liðinu í vetur.
Eins og karfan.is greindi frá í sumar ákvað Guðni að hætta með Bakken Bears og nú er hann kominn yfir í Åbydalen. Þar hittir hann fyrir Ólaf J. Sigurðsson sem hefur dregið fram skóna aftur og þjálfari liðsins er Arnar Guðjónsson. Aðstoðarmaður Arnars er svo Michael Niebling sem þjálfaði Guðna fyrsta árið hans í Danmörku þegar Guðni lék með ABF.
 
Åbyhøj lék æfingaleik á dögunum gegn Álaborg og sigraði 68-66. Guðni komst ekki á blað í leiknum en Ólafur lék ekki með vegna meiðsla.
 
Danska deildin hefst á laugardag en þá tekur liðið á móti Geoff Kotila og lærisveinum hans í Næstved.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -