Guðni Heiðar Valentínusson varð í gærkvöldi danskur meistari með Bakken Bears eftir 74-67 sigur Bakken á Svendborg Rabbits. Bakken sópaði úrslitaeinvígið 4-0 og sá stóri fór því á loft á heimavelli Bakken í gærkvöldi.
Guðni kom lítillega við sögu í gær en Charlie Burgess var stigahæstur hjá Bakken í leiknum með 18 stig. Tvenna í hús hjá Bakken þessa leiktíðina sem einnig varð danskur bikarmeistari á tímabilinu.