spot_img
HomeFréttirGuðni danskur bikarmeistari

Guðni danskur bikarmeistari

Guðni Valentínusson og félagar í Bakken Bears urðu í gær danskir bikarmeistarar þegar þeir lögðu Svendborg Rabbits í úrslitaleik 84-81. Bikartitillinn er sá sjöundi hjá Bakken síðan 1999 og þriðji á fjórum árum.

 

Bakken og Svendborg hafa verið bestu lið Danmerkur undanfarin ár og unnið alla titla síðustu 4 ár og mæst þrisvar úrslitum deildarinnar en aldrei í bikarúrslitum áður. Bakken byrjaði leikinn mikið betur og hafði leikinn í hendi sér þar til í blálokin þegar þeir voru næstum búnir að kasta honum frá sér með slakir vítanýtingu. Johnell Smith leikmaður Svendborg klikkaði á tveimur vítum í stöðunni 83-81 og maður leiksins, Torre Johnson hitti úr öðru víti sínu en Svendborg hitti ekki úr loka skoti leiksins. Bakken vann því þriggja stiga sigur. Eins og fyrr segir var Torre Johnson maður leiksins, skoraði úr 25 stig en bakvörðurinn Andreas Jakobsen skoraði 23. Guðni lék í 38 sekúndur og tókst ekki að komast á blað. Stigahæstur Svendborg var Johnell Smith með 23 stig en Nicolai Iversen skoraði 18.

Þess má geta að bikarmeistaratitill kvenna fór einnig til Árósa en Åbyhøj lagði Horsens í úrslitum 76-54.

[email protected]

Mynd: www.bakkenbears.com

Fréttir
- Auglýsing -