spot_img
HomeFréttirGuðmundur til liðs við nýliða Þórs

Guðmundur til liðs við nýliða Þórs

 
Guðmundur Jónsson hefur ákveðið að söðla um og mun leika með nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð. Guðmundur verður því ekki með Njarðvíkingum á næsta tímabili sem er uppeldisklúbbur hans.
Þór vann 1. deildina með yfirburðum á síðasta tímbaili og mikill hvalreki á fjörur nýliðanna að fá reyndan leikmann á borð við Guðmund í sínar raðir. Guðmundur gerði 12,1 stig og tók 3,0 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Njarðvík.
 
,,Það er frábært að fá Gumma í hópinn og mun hann án efa koma með þá reynslu sem við þurfum í þennan unga hóp okkar. Hann fellur gríðarlega vel inn í það sem við erum að gera en eins og allir vita þá spilar hann á báðum endum vallarins. Þannig leikmanni vorum við að leita að. Þá gerir hann svo margt sem sést ekki á tölfræðiblaði og mun Gummi koma með ákveðið viðhorf inn í liðið, bæði leiki og æfingar,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs í samtali við Karfan.is um nýja leikmanninn.
 
Fréttir
- Auglýsing -