13:58
{mosimage}
(Guðmundur í leik gegn Hamri fyrr á tímabilinu)
Samkvæmt Víkurfréttum mun Guðmundur Jónsson ekki leika með Njarðvíkingum á næsta tímabili. Hann er á leið norður og mun leika með Þórsurum í Iceland Express-deildinni. Guðmundur segir við Víkurfréttir að hann hafi hugsað sér að skipta um lið eftir síðasta tímabil en hafi ákveðið að spila þar sem Teitur Örlygsson hafi tekið við liðinu.
,,Ég ætlaði að hreyfa mig eitthvað á síðasta ári en ákvað að taka eitt tímabil með Teit en nú vantar mig bara eitthvað nýtt og það bendir allt til þess að Þór Akureyri verði fyrir valinu,” segir Guðmundur við Víkurfréttir.
Þar með verður Guðmundur enn einn Njarðvíkingurinn sem fer frá liðinu en Brenton Birmingham er nú þegar búinn að skipta yfir í Grindavík og Teit Örlygssyni þjálfara liðsins var sagt upp störfum á dögunum.
Mynd: [email protected]



