12:52
{mosimage}
(Guðlaugur Eyjólfsson)
Þriggjastigafæribandið og Grindvíkingurinn Guðlaugur Eyjólfsson hefur tekið fram skónna að nýju og mun leika með sínum mönnum í gulu á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Guðlaugur í samtali við Karfan.is en hann fluttist nýverið með fjölskyldu sinni aftur heim til Grindavíkur eftir sex ára dvöl í Reykjavík.
,,Ég var eitthvað að sprikla með þeim í sumar en Grindavíkurliðið hóf svo æfingar að fullu eftir Verzlunarmannahelgi. Ég er að reyna að komast í eitthvað form svo maður eigi séns í þessa kappa,” sagði Guðlaugur sem býst við því að Grindavíkurliðinu verði spáð töluverðri velgengni á næstu leiktíð.
,,Það kæmi ekki á óvart því við erum með sterka einstaklinga og lítum vel út á pappírum en það er ekki nóg, það eru sumir komnir á aldur og það getur allt gerst í þessu, t.d. meiðsli,” sagði Guðlaugur en viðurkenni að það hlyti að vera krafa á Grindavíkurliðið að stefna á alla titla.
Guðlaugur lék síðast með Grindavík leiktíðina 2005-2006 og þá lék hann 17 deildarleiki og gerði að jafnaði 12,7 stig í leik.



