spot_img
HomeFréttirGuðjón: WNBA leikmaður kominn inn í liðið

Guðjón: WNBA leikmaður kominn inn í liðið

23:40

{mosimage} 

 

Eins og áður hefur komið fram þá leikur A- landslið kvenna á Ásvöllum næstkomandi laugardag þegar Holland kíkir á klakann. Leikurinn hefst kl. 16:00 og er frítt inn.

KKÍ gerði nú í vikunni stóran samstarfssamning við Skeljung og ætla þeir að bjóða á leikinn.

 

Ísland leikur í A-riðli B deildar kvenna og situr í 3 sæti með 4 stig en Holland er á toppnum með 6 stig. Fyrri leik liðanna, sem var spilaður í september í fyrra, endaði með 5 stiga sigri Hollands 66-61 þar sem Helena Sverrisdóttir fór á kostum. Hún skoraði 25 stig og tók 10 fráköst en það dugði ekki til.

 

Hverja telurðu möguleika liðsins á að komast upp úr riðlinum?
„Það veltur allt á laugardeginum. Þær eru með sterkara lið en síðast og til að mynda er einn fyrrum WNBA leikmaður komin inn í liðið sem og ein 193 cm. sem spilað hefur í efstu deild á Ítalíu. Þær spiluðu gegn Þýskalandi sem er í A deild um daginn og sigruðu þann leik á meðan við höfum ekki spilað neina æfingarleiki. Það má því segja að íslenska liðið sé hungrað og þyrsti í sigur. ” 

Hvernig hafa æfingar gengið?
„Mjög vel. Stelpurnar eru í flottu formi og hópurinn er mjög sprækur. Þetta eru ungir og snöggir leikmenn og við ætlum að reyna að keyra upp hraðan og koma svolítið aftan af þeim. Eina áhyggjuefnið er að valda ekki hraðanum.” 

Nú er Helena ekkert búin að æfa með liðinu, hefur það haft áhrif?
„Þegar við mættum þeim í fyrra þekktu þær ekki Helenu og það má því reikna með því að þær dekki hana vel og þá losnar um aðra leikmenn. Það er vissulega slæmt að hún hafi ekki haft tíma til að æfa með liðinu en það má líta á það þannig að hinir leikmennirnir hafa lært að spila betur saman.” 

Hvað með Mæju?
„Mæja verður ekkert með og það er mjög súrt og bitnar á hæð liðsins, en við verðum bara að tækla það.”

Mynd: Stefán Þór Borgþórsson

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -