spot_img
HomeFréttirGuðjón Þorsteinsson 1 á 1

Guðjón Þorsteinsson 1 á 1

dFullt nafn: Guðjón M. Þorsteinsson

Aldur: 46

Félag: KFÍ

Hjúskaparstaða: Giftur Bryndísi Jónsdóttur. Tvær stelpur 27 og 25 og svo “slysið” drengur 14 ára (195 cm)

Happatala: 13

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? 1970 hjá Val

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Jón og Kristinn Jörundssynir

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna? Það er Páll Axel og Pálína Gunnlaugsdóttir Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna? Josh Helm hjá körlum, en bíð með dóm á erlendum leikmanni kvenna.

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Darri Hilmarsson og svo margar í Stykkishólmi hjá stelpunum.

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Torfi Magnússon.

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Geoff Kotila.

Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? Bird, Magic og Jordan

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Tim Duncan

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Já, ég hef víst farið á nokkra hjá Chicago, Miami, Lakers og Boston

Sætasti sigurinn á ferlinum? Þeir eru sem betur fer margir, en eftirminnilegsti er gegn Haukum hér á Ísafirði (´96). Hann var í beinni útsendingu á RÚV. Fyrir leik talaði Jón Arnar (Haukar) um 35 stiga sigur, en við unnum eftir framlengingu 100-97, þar sem Hrafn Kristjánsson skoraði 31 stig á 32 mín og var með rosalegan leik. Frikki Erlendur (Stefánsson) var með 17 stig og 24 fráköst !!.. Svaka leikur þar…

Sárasti ósigurinn? Þeir eru líka margir. Sá sem stendur upp úr er í úrslitum bikarsins ´98 gegn Grindavík. Þeir unnu okkur sannfærandi !

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Það er knattspyrna.

Með hvaða félögum hefur þú leikið? Val, ÍR, Njarðvík, KR, UMFB og KFÍ.

Uppáhalds:

Kvikmynd: Shining (Kubrick)

leikari: Al Pacino

leikkona: Charlize Theron

bók: Allar bækur Steven King.

matur: Kjúlli al la konan.

matsölustaður: Austur Indíafélagið á Hverfisgötu.

lag: Woman (John Lennon)

hljómsveit: Þessi er erfið ! En fyrst ég þarf, þá U2.

staður á Íslandi: Vestfirðir !

staður erlendis: London.

lið í NBA: Lakers.

lið í enska boltanum: Man U.

hátíðardagur: Jóladagur er í miklu uppáhaldi.

alþingismaður: Illugi Gunnarsson.

heimasíða: Allar körfuboltasíður á íslandi.

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Nú þegar ég er með KFÍtv þá er það te og jóga fyrir leik hehe..

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Tapleikir hljóta að vera lærdómsríkari til að nýta sér til sigurs og svo má snúa dæminu við eftir sigur ??!!

Furðulegasti liðsfélaginn? Það er án efa Tómas Hermannsson ( á mjög jákvæðan hátt) en hann er stórfurðulegur enn í dag.

Besti dómarinn í IE-deildinni? Það er Sigmundur Herbert, en fast á hælana á honum kemur Kristinn Óskarsson.

Erfiðasti andstæðingurinn? Sem lið þá er það Njarðvík en sem leikamður var það alltaf Teitur Örlygsson. Hann hætti aldrei drengurinn..

Þín ráð til ungra leikmanna? Það er fyrst og fremst að æfa sjálfstætt þegar tími er til ! Drippla með báðum, frákasta á veggnum heima hjá sér. Helst að sofa með boltann í fanginu. Og eignast margar fyrirmyndir í sitt hvorri stöðunni á vellinum og læra af þeim. Og aldrei gefast upp !!!

(Gestaspurning frá síðasta þátttakanda í 1 á 1. Alda Leif spyr) Helduru að Sálin hans Jóns míns hefði orðið betri hljómsveit ef Jón Ólafs hefði ekki hætt og farið í Ný Dönsk? Fá rökstutt svarNei alls ekki. Ég held að Sálin hefði ekki haft pláss fyrir tvo svona frábæra tónsmiði og Ný dönsk er nú ekki neitt drasl.

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1? Hvor Bítlana var betri. John Lennon eða Paul McCartney ? Ég vill rökstutt svar

Fréttir
- Auglýsing -