spot_img
HomeFréttirGuðjón: Enginn tími fyrir feluleiki

Guðjón: Enginn tími fyrir feluleiki

 
,,Ég veit alveg nákvæmlega hvað Snæfell er að gera og þeir vita alveg nákvæmlega hvað við erum að gera en það sem gerist hér er að menn eru ekki að gera það sem þeir eiga að gera og þá fer þetta svona. Við gerðum ekki það sem við áttum að gera og það sem við ætluðum að gera og töpuðum bara,“ sagði Guðjón Skúlason vonsvikinn eftir stórt tap Keflavíkur gegn Snæfell í öðrum úrslitaleik liðanna í Iceland Express deild karla. Lokatölur í Stykkishólmi voru 91-69 Snæfell í vil.
,,Það er enginn tími fyrir einhverja feluleiki í úrslitakeppninni og menn vita alveg nákvæmlega hvað er að. Ég þarf ekkert að fara inn í klefa og öskra á menn því þeir vita alveg hvað þeir voru að gera vitlaust og við verðum bara að vera menn og laga það og koma sterkir til baka því ég nenni ekki að vera að standa í einhverjum skömmum. Nú förum við bara yfir hlutina, lögum þá og höldum svo áfram,“ sagði Guðjón en Hólmarar telfdu fram Jeb Ivey í dag í stað Sean Burton og fannst Guðjóni hann merkja breytingu á liði Snæfells fyrir vikið?
 
,,Kannski ekki mikið á liðinu en þetta virkar kannski sem einhvers konar aukið sjálfstraust hjá þeim en ég veit ekki hvort það hafi verið málið í dag eða góð byrjun þeirra. Sama hvort Ivey var inná eða utan vallar fannst mér Snæfell alveg spila jafn vel svo það er ekki málið hverjir séu inná heldur skiptir það öllu að við náum að spila vel,“ sagði Guðjón en ef hann ætti að taka út einhvern einn þátt sem Keflavík þyrfti helst að laga fyrir þriðja leikinn, hvað væri það þá nákvæmlega?
 
,,Hausinn bara, vera sterkir í kollinum og ekki láta menn ýta sér út úr sóknar- og varnaraðgerðum og þannig var Snæfell bara sterkari en við.“
 
Fréttir
- Auglýsing -