spot_img
HomeFréttirGuðbjörg og Karisma sáu um Stjörnuna í Ásgarði

Guðbjörg og Karisma sáu um Stjörnuna í Ásgarði

Valur sigraði Stjörnuna með 3 stigum, 92-95, í framlengdum leik á heimavelli þeirra síðarnefndu, í Ásgarði, fyrr í kvöld. Stjarnan því enn í 5. sæti deildarinnar með einn sigur á meðan að Valur færist upp í það 3. með sínum þriðja sigri.

Þð var lítið sem benti til þess að heimastúlkur myndu glata þessu miðað við frammistöðu þeirra í fyrri hálfleiknum. Þær tóku af skarið um leið, eftir fyrstu 5 mínúturnar í 1. leikhluta voru þær komnar með 10 stiga forskot 6-16 og þegar hlutinn endaði voru þær með 8 stiga forskot 28-20.

Í öðrum leikhlutanum settu leikmenn Vals, þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Karisma Chapman í hærri gír og náðu að loka aðeins á mun heimastúlkna áður en dómarinn flautaði til hálfleiks, 50-47. Í þessum fyrri hálfleik var það þó deginum ljósara að annað liðið var, í það minnsta sóknarlega, að gera þetta á aðeins 2 leikmönnum (þeim Guðbjörgu og Karisma) á meðan að hjá liði Stjörnunnar dreifðist byrðin á allnokkrar.

Atkvæðamest fyrir Val í hálfleik var áðurnefnd Karisma Chapman, með 22 stig og 12 fráköst á meðan að fyrir heimastúlkur í Stjörnunni var það Ragna Margrét Brynjarsdóttir sem dróg vagninn, með 10 stigum og 8 fráköstum.

Í seinni hálfleiknum Hélt eltingarleikur Vals við Stjörnuna áfram. Að lokum þess 3. höfðu heimastúlkur, enn á ný, byggt sér upp smá forystu, 67-59. Líkt og fyrr í leiknum, náðu gestirnir að saxa á það forskot og í blálokin var staðan orðin jöfn, 81-81. Því þurfti að framlengja.

Í framlengingunni skiptust liðin á höggum. Á síðustu mínútu hennar (89-92 / 0:38) setti leikmaður Vals, Hallveig Jónsdóttir, einn risaþrist, sem leikmaður Stjörnunnar, Chelsie Schweers svaraði síðan (92-94 / 0:14). Tíminn hinsvegar rann heimastúlkum einhvernvegin úr greipum eftir það og þær töpuðu leiknum með 3 stigum 93-95.

Maður leiksins var leikmaður Vals, Karisma Chapman, en hún skoraði 32 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á þeim rúmu 40 mínútum sem hún spilaði í leik kvöldsins.

Myndasafn

Tölfræði

Umfjöllun, myndir, viðtöl, leikbrot / Davíð Eldur

Fréttir
- Auglýsing -