Körfuknattleikssamband Íslands blés til blaðamannafundar þegar dregið var í riðlakeppni EuroBasket 2015 í dag. Eins og þegar hefur komið fram mun Ísland leika í B-riðli í Þýskalandi. Karfan TV kannaði fyrstu viðbrögð hjá varaformanni KKÍ, Guðbjörgu Norðfjörð, en hún lofaði því að íslenska landsliðið myndi að minnsta kosti stríða þeim stórþjóðum sem drógust í riðil með Íslandi.
B-riðill – Þýskaland
Þýskaland
Spánn
Serbía
Tyrkland
Ítalía
Ísland



