spot_img
HomeFréttirGuðbjörg Einarsdóttir er leikmaður ársins hjá KFÍ

Guðbjörg Einarsdóttir er leikmaður ársins hjá KFÍ

06:30

{mosimage}
(Guðbjörg með liðsfélögunum sínum í liði sínu erlendis)

KFÍ hefur valið Guðbjörgu Einarsdóttir sem leikmann ársins 2007. Hún er því fulltrúi KFÍ í vali á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2007 sem valinn verður í dag. Þetta kemur fram á vef KFÍ.

Guðbjörg er 19 ára gömul.

Hún hóf að æfa körfuknattleik 12 ára gömul og 14 ára var hún búin að vinna sér byrjunarliðssæti í meistaraflokki kvenna hjá KFÍ. Hún lék svo með kvennaliði KFÍ á meðan að hægt var að tefla fram kvennaliði, en því var hætt vegna skorts á leikmönnum 2006.

Þegar meistaraflokkur kvenna hjá KFÍ var lagður niður hélt Guðbjörg til Camden í Arkansas í Bandaríkjunum sem skiptinemi og þar lék hún með Lady Bulldogs í Hampton high skólanum og stóð sig frábærlega.

Hún var frákastahæsti leikmaðurinn í liðinu og með bestu vítanýtinguna. Hún var einnig valin besti varnarmaðurinn, og fór liðið alla leið í undanúrslit fylkiskeppninnar. Guðbjörg var síðan valin verðmætasti leikmaðurinn MVP hjá liðinu sem er frábær árangur hjá henni í landi körfuboltans.

Guðbjörg hefur verið valin til æfinga bæði með U-16 og U-18 ára landsliðum Íslands.

Guðbjörg þjálfar tvo flokka hjá KFÍ í dag og er ekki síður efnilegur þjálfari en leikmaður.
Guðbjörg er mjög dugleg og samviskusöm ung kona og góð fyrirmynd fyrir þá krakka sem hún umgengst í starfi Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar.

[email protected]

www.kfi.is

Fréttir
- Auglýsing -