spot_img
HomeFréttirGrunnæfingar í körfubolta gerðu mig að góðum varnarmanni í handbolta

Grunnæfingar í körfubolta gerðu mig að góðum varnarmanni í handbolta

12:00

{mosimage}

Lið Hauka sem vann 2. deild karla 1981, Kristján er númer 12 á myndinni.

Það vita eflaust allir sem eitthvað hafa fylgst með íþróttum hver Kristján Arason er, en hann gerði garðinn frægan með íslenska handboltalandsliðinu á níunda áratugnum. Það vita það hins vegar eflaust færri að Kristján var mjög efnilegur körfuknattleiksmaður með Haukum og á að baki nokkra unglingalandsleiki.

Karfan.is setti í samband við kappann og spurði hann út í körfuknattleiksárin hans.

Hvernig kom til að þú fórst í körfubolta? Hvað varstu gamall?  

Ég byrjaði að mig minnir 9-10 ára og vegna þess að Ingvar Jónsson "faðir köruboltans í Hafnarfirði" fékk okkur guttana til að byrja að æfa.  Þetta voru svo til sömu strákanir og vrou að æfa handbolta með FH ásamt nokkrum Haukurum 

Hvernig tók fólk því að þú værir í Haukum í einni grein og FH í annarri?  

Það var ekkert mál þegar maður var yngri og í raun og veru allan tímann því það var engin körfuboltadeild til í FH 

Hvers vegna valdir þú handboltann framyfir körfuna? 

Ætli það hafi ekki verið að handboltinn var svo vinsæl og að FH var stórveldi í handboltanum.  Maður leit upp til manna eins og Geir Hallsteinsson, Gunnar Einarsson og Viðar Símonarson.  Annars mætti ég á 1 æfingu hjá Val sem voru Íslandsmeistarar á þeim tíma til að hitta Halldór Einarsson en hann hafði spurt mig hvort ég vildi ekki byrja að æfa með þeim.  Halldór mætti ekki á staðinn og ég hætti öllum pælingum með körfuboltann. 

Hefur þú eitthvað fylgst með körfubolta eftir að þú hættir? 

Já og þá sérstaklega með NBA en þar er Lakers mitt lið og Magic var minn maður.

Hvað með þegar þú bjóst á Spáni og í Þýskalandi, fylgdist þú eitthvað með körfu þar? 

Ég fylgdist með körfunni á Spáni en þá var Real Madrid og Barcelona með mjög góð lið á evrópskum mælikvarða 

Einhverjir eftirminnilegir samherjar, mótherjar eða þjálfarar úr körfunni? 

Maður man náttúrulega sérstaklega eftir Ingvari sem eiginlega þjálfaði okkur frá "mini-boltanum" og í meistarflokk.Af meðspilurum var það Sveinn Sigurbergsson og Pálmar Sigurðsson en af mótherjum var það Garðar Jóhannesson úr KR og Valur Ingimundarson úr Njarðvík sem maður fannst sérsktlega erfiðir og góðir.

Nýttir þú körfuboltaþekkingu þína eitthvað í handboltanum?  

Já sérstaklega fótavinnuna í vörninni.  Ég held að sú grunnæfing hafi hjálpað mér mikið að vera góður varnarmaður í handboltanum 

Einhver skemmtileg saga frá körfuboltatíma þínum?

Minnistæð var ferð okkar á Evrópumeistaramótið þar sem við spiluðum á móti Þýskalandi, Belgíu, Hollandi ofl og vorum kaffærðir í hverjum leik, ég segi ekki meir!

 

[email protected]

Mynd: Ekki vitað

Fréttir
- Auglýsing -