Um þessar mundir hafa nokkrir íþróttamenn til skoðunar að stofna leikmannasamtök sem ætlað yrði að gæta hagsmuna íþróttamanna og leikmanna hjá íþróttafélögum á ýmsum sviðum. Er þá til dæmis átt við ráðgjöf og aðstoð vegna samningagerðar leikmanna við félög, upplýsingagjöf um réttinda leikmanna til dæmis varðandi tryggingar, bætur og lögfræðileg atriði, og að gæta hagsmuna leikmanna að ýmsu öðru leyti, til dæmis vegna samningsbrota af hálfu félags. Þá væri hugmyndin sú að með tilkomu slíkra leikmannasamtaka væri jafnframt kominn vettvangur fyrir alla íþróttamenn eða íþróttamenn tiltekinna íþróttagreina.
Til að koma á framfæri sjónarmiðum og skoðunum um atriði sem varða þá eða viðkomandi íþróttagrein sérstaklega, eftir því sem þau koma upp.Til að kanna grundvöll fyrir stofnun slíkra leikmannasamtaka er eftirfarandi skoðanakönnun sett fram. Er þess óskað að þeir sem að hafa stundað íþróttir hjá íþróttafélagi gegn loforði um þóknun eða laun taki þátt í könnuninni. Að sjálfsögðu verður ekki hægt að rekja nein svör til þess sem þau gefur.



