Grindavík hefur samið við Unnstein Rúnar Kárason fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.
Unnsteinn er fæddur 2001 og að upplagi úr Stjörnunni og Álftanesi, en hann kemur til Grindavíkur frá IK Eos í Svíþjóð þar sem hann skilaði um 15 stigum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Samkvæmt tilkynningu Grindavíkur er Unnsteinn hávaxinn bakvörður sem þykir bæði grjótharður varnarmaður og afbragðsgóð þriggja stiga skytta. Hlakkar félaginu til að sjá hann á gólfinu með Grindavík í vetur.
.



