spot_img
HomeFréttirGrjótharður sigur Íslands á Svíþjóð

Grjótharður sigur Íslands á Svíþjóð

Ísland sótti annan sigur sinn í U16 flokki drengja á Norðurlandamóti yngri landsliða sem fram fer í Finnlandi þessa dagana. Íslenska liðið var einfaldlega mun sterkara í dag og vann 80-69 sigur.

 

Gangur leiksins:

 

Fyrri hálfleikur fór hægt af stað fyrir Ísland en liðið tókst hægt og rólega að koma sér aftur í góða stöðu og leiða leikinn. Flott áhlaup Íslenska liðsins þar sem vörnin var í aðalhlutverki kom liðinu í góða stöðu fyrir hálfleikinn. Staðan var 28-36 fyrir Íslandi í hálfleik.

 

Þriðji leikhlutinn var frábær hjá Íslandi og lagði grunninn að sigrinum. Ísland komst mest í nærri tuttugu stiga forystu en gáfu örlítið eftir á lokasprettinum og hleyptu Svíum örlítið nær. Lokastaðan 69 – 80 fyrir Íslandi.

 

Tölfræðin lýgur ekki:

 

Ísland frákastaði mun betur í leiknum og tóku 62 fráköst gegn 38 hjá Svíþjóð. Íslenska liðið tók mörg sóknarfráköst en tapaði alveg 27 boltum í leiknum. Ísland er einnig með 47% þriggja stiga nýtingu í leiknum.

 

Hetjan:

 

Þetta U16 lið drengja býr yfir tólf leikmönnum sem allir leggja eitthvað í púkk. Það er í raun ósanngjarnt að taka einhvern útúr hópnum og má í raun segja að liðsheildin sé hetja leiksins. Ólafur Björn Gunnlaugsson var atkvæðamestur í liði Íslands með 11 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Væntanlegt)

 

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -