spot_img
HomeFréttirGrizzlies og Hawks jafna metinn

Grizzlies og Hawks jafna metinn

Memphis Grizzlies endurheimtu Mike Conley úr meiðslum fyrir leikinn í nótt, en hann brotnaði illa í andliti í fyrstu umferðinni gegn Portland Trail Blazers. Conley snéri aftur og umbreytti sóknarleik Memphis liðsins sem svo létti undir öðrum í varnarleiknum. Grizzlies héldu Golden State Warriors í 90 stigum á eigin heimavelli en Warriors hafa skorað að meðaltali 110 stig í leik í vetur.

 

Conley skoraði 22 stig og Zach Randolph fylgdi fast á eftir með 20. Conley hélt MVP deildarinnar Stephen Curry í aðeins 19 stigum, Dreymond Green bætti við 14 og Klay Thompson með aðeins 13 stig. Curry og Thompson skutu samtals 13/34 eða 38%.

 

Staðan er því jöfn í seríunni 1-1.

 

Atlanta Hawks gyrtu sig í brók og sigruðu seinni leikinn gegn Washington Wizards, 90-106 og jöfnuðu því seríuna 1-1. Wizards spiluðu án besta leikmanns síns, John Wall sem meiddist á úlnlið í fyrsta leiknum. Demarre Carroll var stigahæstur Hawks aftur með 22 stig en Paul Millsap og Al Horford fylgdu fast á eftir með 18 stig hvor.  Hjá Wizards skoraði Ramon Sessions 21 stig en Bradley Beal sem snéri sig illa í fyrsta leiknum lék með og skoraði 20.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -