spot_img
HomeFréttirGrizzlies lögðu Denver í framlengdum leik

Grizzlies lögðu Denver í framlengdum leik

Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og framlengja varð viðureign Denver Nuggets og Memphis Grizzlies þar sem Grizzlies höfðu betur 100-97. Al Harrington fór fyrir liði Denver með 23 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar en hjá Memphis voru tveir jafnir með 20 stig, þeir Rudy Gay og Marc Gasol og báðir tóku þeir einnig 13 fráköst.
Framlengja varð í stöðunni 91-91 en í lokasókn Denver í framlengingunni leiddu Grizzlies 98-97 þegar Denver grýtir boltanum frá sér og 13 sekúndur eftir. Denver brauts strax og bæði víti Grizzlies duttu og staðan því 100-97 sem reyndust lokatölur þar sem jöfnunarþristur Denver geigaði.
 
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Toronto 77-100 Atlanta
Cleveland 90-93 Boston
Indiana 106-99 New Jersey
New York 113-86 Detroit
LA Lakers 106-73 Charlotte
Golden State 93-90 Sacramento
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -