spot_img
HomeFréttirGrizzlies lögðu deildarmeistarana í fyrsta leik

Grizzlies lögðu deildarmeistarana í fyrsta leik

Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í gærkvöldi og í nótt.

Í Vivint Smart Home Höllinni í Utah máttu deildarmeistarar Jazz þola tap fyrir Memphis Grizzlies í spennandi leik, 112-109. Hetja Grizzlies í leiknum var hinn kanadíski Dillon Brooks, en á 36 mínútum spiluðum í leiknum skilaði hann 31 stigi og 7 fráköstum. Fyrir heimamenn var það Mike Conley sem dró vagninn með 22 stigum og 11 stoðsendingum.

Hérna er það helsta úr leik Jazz og Grizzlies:

Úrslit næturinnar

Los Angeles Lakers 90 – 99 Phoenix Suns

Suns leiða einvígið 1-0

Washington Wizards 118 – 125 Philadelphia 76ers

76ers leiða einvígið 1-0

Atlanta Hawks 107 – 105 New York Knicks

Hawks leiða einvígið 1-0

Memphis Grizzlies 112 – 109 Utah Jazz

Grizzlies leiða einvígið 1-0

Fréttir
- Auglýsing -