spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGrískur landsliðsmaður í Þorlákshöfn

Grískur landsliðsmaður í Þorlákshöfn

Þór Þorlákshöfn hefur samið við Kostas Gontikas fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld.

Kostas er 31 árs 206 cm hár grískur miðherji sem er nokkuð reynslumikill, en hann hóf feril sinn sem atvinnumaður með stórliði Panathinaikos í heimalandinu. fyrir 9 árum. Síðan þá hefur hann leikið fyrir nokkur lið í Grikklandi og Rúmeníu, nú síðast lið Lavrio. Þá á hann að baki leiki fyrir gríska landsliðið, meðal annars í undankeppni FIBA World Cup 2023.

Kostas segist spenntur fyrir því að koma til Íslands „Ég er mjög spenntur að koma til Íslands í fyrsta sinn!! Hlakka til að spila fyrir framan stuðningsmennina og hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum! Að lokum get ég lofað því að ég mun alltaf gefa 110% sama hvað á gengur!!“

Fréttir
- Auglýsing -