spot_img
HomeFréttirGríska undrið mætir Íslandi í Helsinki

Gríska undrið mætir Íslandi í Helsinki

Nú þegar minna um 50 dagar eru til Evrópumóts landsliða í körfubolta eru öll liðin sem taka þátt í óða önn að kynna landsliðshópa sína fyrir mótið.

 

Íslenski 24 manna hópurinn var kynntur í síðustu viku en liðið er í A-riðli með Grikklandi, Finnlandi, Ítalíu, Póllandi og Slóveníu í riðli. Grikkir tilkynntu 14 manna hóp sinn fyrir mótið um helgina og er ljóst að Grikklandi verður með ógnarsterkt lið á Eurobasket.

 

Fremstur meðal jafningja er Giannis Antetokounmpo leikmaður Milwaukee Bucks í NBA deildinni. Hann var á dögunum valin "most improved player" á nýliðnu NBA tímabili og þykir líklegur til að verða næsta súperstjarna deildarinnar. Það má því með sanni segja að nokkur eftirvænting sé hjá íslensku körfuboltaáhugafólki að sjá gríska undrið mæta íslenska liðinu í Helsinki. 

 

Ísland mætir Grikklandi í fyrsta leik mótsins þann 1. september í Helsinki. Á dögunum setti Karfan.is af stað skoðanakönnun um hvaða leikmenn áhagendur landsliðsins myndu velja í 12 manna hóp sem mun þá mæta því gríska. Taka má þátt í því hér. 

Sextán manna hópur Grikklands fyrir Eurobasket 2017:
Dimitrios Agravanis Giannis Antetokounmpo Athanasios Antetokounmpo Zach August
Nick Calathes Evangelos Mantzaris Konstantinos Mitoglou Giorgios Bogris
Ioannis Bourousis Tyler Dorsey Giorgios Papagiannis Kostas Papanikolaou
Ioannis Papapetrou Nikolaos Pappas Giorgios Printezis Konstantinos Sloukas

 

Fréttir
- Auglýsing -