spot_img
HomeFréttirGríska liðið Olympiakos vilja fá Childress og borga honum 20 milljónir

Gríska liðið Olympiakos vilja fá Childress og borga honum 20 milljónir

17:41

{mosimage}
(Evrópsk stórlið hafa mikla peninga milli handanna sem freista margra)

Josh Childress, leikmaður Atlanta Hawks, er að alvarlega að íhuga að ganga til liðs við gríska liðið Olympiakos en það hefur boðið honum 1.560 milljónir króna fyrir næstu þrjú árin.

Childress vill yfirgefa Atlanta og er ósáttur hve lítið félagið hefur viljað gera í hans málum.

Hann er í Aþenu í dag að ræða við fulltrúa gríska liðsins en hann er að íhuga tilboð þeirra af alvöru.

Talið er að félagið muni bjóða honum 20 milljónir dollara fyrir næstu þrjú árin sem gera rétt yfir einn og hálfan milljarð íslenskra króna.

Ásamt því að greiða honum þessi svimandi háu laun mun félagið ætla að sjá um allar skattgreiðslur fyrir hann á samningstímabilinu sem gerir tilboðið mun meira freistandi.

Childress er 25 ára gamall og hefur leikið með Atlanta síðan hann kom í NBA-deildina 2004 og hefur hann leikið fjögur tímabil í deildinni. Var hann með 4.8 milljónir dollara í laun á síðasta tímabili.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -