Nýliðaval WNBA fór fram í nótt og kom þar fátt á óvart en þær sem fyrirfram voru taldar verða valdar með fyrstu leikmönnum voru gengu allar út ef svo má að orði komast.
Brittney Griner, sem troðið hefur oftar samanlagt á ferlinum, en allar aðrar konur í háskólaboltanum til samans, frá Baylor, var valin fyrst. Mark Cuban var búinn að lýsa því yfir að hann hefði áhuga á að velja hana í Dallas Mavericks, hvað sem svo er til í því. Brittney er næst stigahæst í sögu háskólaboltans og á metið yfir flest varin skot, bæði hjá körlum og konum, eða 748 stk á ferlinum.
Næstar komu þær Elena Delle Donne frá Delaware háskólanum númer tvö til Chicago Sky en liðið rétt missti af úrslitakeppninni í ár. Elena var næst stigahæsti leikmaður síðasta árs í háskólaboltanum og sú fimmta stigahæsta í sögu háskólaboltans.
Skylar Diggins frá Notre Dame var valin þriðja. Skylar er eini leikmaður skólans sem hefur náð 2000 stigum, 500 fráköstum, 500 stoðsendingum og 300 stolnum boltum á ferlinum.
Alls voru 36 leikmenn valdir í þremur umferðum. Fyrsta umferð í nýliðavalinu má sjá hér fyrir neðan (nafn liðs og gengi á síðustu leiktíð)
1. Phoenix Mercury (7-27), Brittney Griner
2. Chicago Sky (14-20), Elena Delle Donne
3. Tulsa Shock (9-25), Skylar Diggins
4. Washington Mystics (5-29), Tayler Hill
5. New York Liberty (15-19), Kelsey Bone
6. Seattle Storm (16-18), Tianna Hawkins
7. New York Liberty (15-19), Toni Young
8. S.A. Silver Stars (21-13), Kayla Alexander
9. Indiana Fever (22-12), Layshia Clarendon
10. Los Angeles Sparks (24-10), A’dia Matthies
11. Connecticut Sun (25-9), Kelly Faris
12. Minnesota Lynx (27-7) Lindsey Moore
Nánar á http://www.wnba.com/draft/2013/