spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGrindvísk geðveiki tryggði þeim oddaleik

Grindvísk geðveiki tryggði þeim oddaleik

Fjórði leikur í undanúrslitum Bónusdeildar karla á milli Grindavík og Stjörnunar fór fram í kvöld í Smáranum. Húsið var troðfullt og geggjuð stemming og frábær umgjörð. Staðan var fyrir þennan leik 2-1 fyrir Stjörnunni og með sigri í kvöld þá tryggja þeir sér farseðlinn í úrslitaleikinn.  Gríðarleg læti í húsinu  og ljóst að spennustigið var rosalegt. Leikurinn hinn skemmtilegast, Stjarnan með undirtökin allan leikinn, alveg þangað til að það voru 3 mínútur eftir, þá kom Grindavík og stal sigrinum og tryggði sér oddaleik, lokatölur 95-92

Leikurinn byrjaði fjörlega, það var ekki að sjá að spennustigið væri eitthvað að fara í leikmenninna, boltaflæðið með besta móti, þá sérstaklega Stjarnan sem komst ítrekað í opin þriggja stiga skot sem öll rötuðu ofan í.  Stjarnan náði örlitlu forskoti  um miðjan leikhluta og eftir farsakenndar loka mínútur leiddu Stjörnumenn 23-29 eftir fyrsta leikhluta.

Gestirnir byrjuðu svo annan leikhluta mun betur, settu niður fyrstu 8 stigin og átu heimamenn ítrekað í vörninni. Það virtist allt ganga upp hjá Stjörnunni, hvort sem það var í vörn eða sókn. Þriggja stigin skotin hjá Grindavík voru í algjöru bulli, þegar leikhlutinn var hálfnaður voru þeir komnir í 1 af 16, á meðan Stjarnan var með 7 af 14.  Eitthvað var þetta farið að fara í taugarnar á Grindavík, því Lagio gerðist sekur um fáránlega villu þegar hann nánast stangaði Hlyn í jörðina. Gestirnir leiddu í hálffleik, 42-55, skotnýting heimamanna enn í myrkrinu.

Grindavík byrjuðu svo seinni hálfleikinn örlítið betur og virtust vera áræðnari í sínum sóknarleik og tókst að minnka forskot gestana, en þeim gekk samt ílla að stoppa þessi pnu þriggja stiga skot sem héldu áfram að rata ofan í.  Mortensen virtist finna þriggja stiga fjölina sína og setti niður tvo langa þrista.  Hlynur Bærings sýndi það og sannaði að aldur er bara tala, því baráttugleði og kraftur í kallinum. Stjarnan náði í lokin að halda sömu forystu fyrir síðasta leikhluta og leiddu, 65-78.

Stjarnan var svo sannarlega ekki mætt í fjórða leikhluta til að halda í einhverja forystu, börðust hetjulega í vörninni. Kristófer Breki þurfti að fara útaf meiddur eftir harkalegt samstuð þegar Shaq screenaði Breka, vonum að þetta sé ekki alvarlegt. Kane sá um að munurinn varð ekki meiri en hann varð, en vissulega fóru runnu margar sóknir hans í sandinn.  Þegar minna en  3 mínútur voru eftir var munurinn kominn í 3 stig og Grindavík í dauðafæri að stela þessum leik. Tvær mínútur eftir og Grindavík jafnar og þakið rifnaði af í látunum.  Óli Óla setur svo niður geggjaðan þrist og kemur heimamönnum yfir. Jase missir síðan boltann og skyndilega eru heimamenn með leikinn í sínum höndum. Stjarnan fer í örvæntingafulla lokasókn sem endar með þvínguðu lélegu skoti og Grindavík tryggir sér oddaleik. 95-92 fyrir geggjaða Grindavík.

Hjá Grindavík var Kane magnaður og skoraði 33 stig og 14 fráköst, Pargo kom næstur með 22 stig . Orri átti geggjaðan leik hjá Stjörnunni með 25 stig og 9 fráköst, Hiilmar var drjúgur með 25 stig einnig.

Oddaleikur á milli þessara liða fer síðan fram í Garðabænum, 5. maí.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -