Grindvíkingar tóku á móti Haukum í Mustad höllinni í kvöld í öðrum leik deildarinnar. Haukar vöknuðu þegar 4 mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta og var leikurinn spennandi til lok leiks.
Þáttaskil
Grindvíkingar komust 11-0 á fyrstu mínútum leiksins. Þá vöknuðu Haukar og náðu góðum kafla þar sem þeir skoruðu 11 stig á móti 2 stigum Grindvíkinga. Hálfleikstölur voru 33 – 37 Haukum í vil. Leikurinn var jafn og þurfti að framlengja þar sem staðan var 77 – 77 eftir venjulegan leiktíma. Grindvíkingar náðu að klára leikinn 92 – 88.
Tölfræðin lýgur ekki
Mikið var um skot í leiknum en alls voru tekin 169 tveggja stiga skot og 55 þriggja stiga skot.
Hetjan
Ekki er hægt að útnefna eina hetju úr þessum leik þar sem lykilmenn stóðu sig almennt vel. Lewis Clinch var með 29 stig fyrir Grindvíkinga og Ólafur Ólafsson með 15 fráköst. Stigin dreifðust vel á leikmenn Hauka en Finnur Atli var með flest fráköst, það er 14 talsins.
Kjarninnn
Spennandi leikur í kvöld í Mustad höllinni sem endaði með sigri Grindvíkinga eftir framlengdan leik 92 – 88
Umfjöllun / Jenný Ósk Óskarsdóttir