21:49
{mosimage}
(Tiffany Roberson leikur ekki með Grindavík í vetur)
Í kvöld ákvað stjórn Grindavíkur að segja upp erlendum leikmönnum sínum þeim, Damon Bailey og Tiffany Roberson. Á vef mbl.is er greint frá þessu og þar segir Óli Björn Björgvinsson að þetta sé eina lausnin sem félagið sjái.
Þar með bætast Grindvíkingar í stóran hóp íslenskra félaga sem hafa tekið þá ákvörðun að segja upp erlendum leikmönnum og þjálfurum vegna efnahagsástandsins.
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson