Guðlaugur Eyjólfsson var kominn inná og opnaði annan leikhluta með þriggja stiga körfu. Heimamenn töluvert grimmari og virðist ekki vera mikil von fyrir gestina. Á 17.mínútu var Þorleifur Ólafsson borinn af velli eftir samstuð við Kristinn Jónasson leikmann ÍR, en snéri þó aftur í þriðja leikhluta. Leikmenn ÍR voru alls ekki hættir að berjast og náðu þeir að minnka muninn í 9 stig fyrir hálfleik. Grindvíkingar leiddu í hálfleik 50-41.
Atkvæðamestir í hálfleik var Páll Axel fyrir heimamenn með 14 stig og Nemanja Sovic fyrir gestina með 14 stig líkt og Páll.
Seinni hálfleikur hófst með þriggja stiga körfu frá Pál Axeli. ÍR voru vissulega ekki hættir að berjast og spiluðu topp vörn,gekk því heimamönnum illa að koma knettinum ofaní körfuna. Aftur á móti gekk ÍR allt í haginn og náðu að minnka stöðina í 4 stig (59-55) þegar Friðrik Ragnarsson tekur leikhlé. Ekki náði heimamenn að snúa blaðinu við fyrir loka fjórðunginn og endaði leikhlutinn 64-60 heimamönnum í vil.
Í síðasta fjórðunginn sýndu heimamenn töluverða yfirburði og hreinlega völtuðu yfir gestina. Þeir byrja með því að taka 7-0 run og þegar leikhlutinn var hálfnaður var ljóst hvaða lið var á leið í úrslit. Grindvíkingar unnu leikhlutann örugglega með 27 stigum gegn 18. Leikurinn endaði því 91-78 Grindvíkingum í vil og því komnir í úrslit í Subway bikarnum.
Atkvæðamestir voru þeir Ómar Sævarsson með 12 stig og 21 frákast og Páll Axel með 29 stig og 7 fráköst fyrir heimamennina. En fyrir gestina var það Nemanja Sovic með 28 stig og 11 fráköst og Michael Jefferson með 20 stig.
Marteinn Guðbjartsson
Mynd: Þorsteinn Kristjánsson



