spot_img
HomeFréttirGrindvíkingar halda áfram æfingum og keppni

Grindvíkingar halda áfram æfingum og keppni

Stjórn Grindavíkur sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í dag þess efnis að félagið vinni að því að halda áfram keppni, en bæði eru þau með lið í Subway deild karla og kvenna. Segir félagið öll íþróttafélög landsins hafa opnað faðm sinn og boðið þeim að æfa og keppa og því komi lítið annað til greina.

Þá segir í tilkynningunni að á komandi laugardag 18. nóvember sé ráðgert að bæði lið þeirra spili og hvetur stjórnin Grindvíkinga til þess að koma þar saman til þess að gleyma stað og stund og “losa um tilfinngar og spennu sem við erum öll búin að vera að glíma við á jákvæðan hátt með því að hvetja liðin okkar”

Tilkynning Grindavíkur

Fréttir
- Auglýsing -