spot_img
HomeFréttirGrindvíkingar byrjuðu nýja árið á sigri

Grindvíkingar byrjuðu nýja árið á sigri

Grindavík hafði betur gegn Hetti á Egilsstöðum í kvöld í 12. umferð Subway deildar karla, 71-78.

Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 8.-9. sæti deildarinnar hvort um sig með sex sigra og sex töp.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Nemanja Knezevic með 17 stig, 13 fráköst og Matej Karlovic bætti við 22 stigum og 6 stoðsendingum.

Í jöfnu liði Grindavíkur var Dedrick Basile bestur með 19 stig og 9 stoðsendingar. Honum næstur var Daniel Mortensen með 14 stig og 6 fráköst.

Bæði lið eiga leik næst komandi fimmtudag 11. janúar, en þá heimsækir Höttur lið Breiðabliks í Smárann og Grindavík fær Álftanes í heimsókn, líka í Smáranum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -