spot_img
HomeFréttirGrindvíkingar borga ekki krónu fyrir Pettinella

Grindvíkingar borga ekki krónu fyrir Pettinella

Grindvíkingar hafa fengið góðan liðsauka því Ryan Pettinella mun leika með liðinu út tímabilið. Grindavík, sem trónir á toppi Iceland Express deildar karla, mun því leika með þrjá erlenda leikmenn það sem eftir lifir tímabils því nú þegar leika þeir Giordan Watson og J´Nathan Bullock með liðinu.
Það vekur athygli að Grindvíkingar þurfa ekki að greiða krónu fyrir þjónustu Pettinella en nýverið kom fjársterkur aðili að máli við körfuknattleiksdeildina og bauðst til þess að bjóða Grindvíkingum leikmanninn að kostnaðarlausu. Grindvíkingar eru nú þegar líklega með sterkasta lið deildarinnar og segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, að koma Pettinella hafi verið óvænt.
 
   
Fréttir
- Auglýsing -