Nú rétt í þessu var að hrynja inn færsla á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Grindavíkur og er hann eftirfarandi:
„Heyrst hefur að leikmaður sem ávalt hefur verið í treyju númer 13 muni nota tækifærið í kvöld og snúa til baka á fjalirnar. Hann hefur lengi verið frá en samt náð í eitt og eitt tæknivíti……..hver er leikmaðurinn??? kemur í ljós í Röstinni kl 19:15“
Léttleikandi innslag frá Rastarmönnum eins og við var að búast en Þorleifur Ólafsson er vitaskuld sá leikmaður sem klæðst hefur treyju nr. 13 hjá Grindvíkingum síðustu tímabil.
Þorleifur hefur verið lengi frá vegna meiðsla sem hann hlaut í úrslitakeppni síðustu leiktíðar þegar Grindavík og Þór Þorlákshöfn mættust í 8-liða úrslitum.




