spot_img
HomeFréttirGrindvíkingar án Maríu í kvöld

Grindvíkingar án Maríu í kvöld

María Ben Erlingsdóttir verður ekki með Grindvíkingum í kvöld þegar liðið mætir Snæfell í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í Domino´s deild kvenna. Meiðsli halda Maríu fjarverandi og óvíst með framhaldið sagði leikmaðurinn í snörpu spjalli við Karfan.is.

Búsifjar fyrir Grindvíkinga vissulega en María sagðist hafa fulla trú á Grindavíkurliðinu þrátt fyrir sína fjarveru. „Þær klára þetta með sóma,“ sagði miðherjinn en skarðið sem fylla þarf hjá Grindavík telur 12,4 stig, 5,2 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. 

Fréttir
- Auglýsing -