
Páll Axel á fullri ferð
Grindvikingar unnu lið ÍR í gærkvöldi 92-78 í viðureign liðanna í Grindavík. Þetta var einn af þremur loka leikjum fyrir jól og tryggðu Grindvíkingar stöðu sína í öðru sæti deildarinnar og fylgja þeir fast á hæla KR sem eru efstir ósigraðir.
Það voru gestirnir úr Breiðholtinu sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og komu heimamönnum gersamlega í opna skjöldu með skæðum sóknarleik. Þar á móti kom að vörn heimamanna var á hælunum og voru engan vegin að ná að fóta sig. Það tók einn fjórðung fyrir Grindvíkinga að vakna til lífsins og þegar það gerðist hófu þeir saxa á forskot gestanna sem þó var ekki stórt.
Í hálfleik leiddu heimamenn með 7 stigum og var mikill stígandi í þeirra leik frá fyrsta fjórðung. Þeir héldu áfram þar sem frá var horfið frá öðrum fjórðung og þjörmuðu vel að gestunum. Mikil barátta var í leikmönnum og greinilegt að engin ætlaði að gefa eftir. En það voru Grindvíkingar sem höfðu náð tögl og höldum á leiknum. Mest náðu Grindvíkingar 17 stiga forskoti í þriðja leikhluta.
ÍR náði í raun aldrei að ógna sigri Grindvíkinga að ráði. Þeir áttu ágætis spretti og smá neysti myndaðist í leik þeirra en Friðrik Ragnarsson var klókur og náði ávallt að peppa sína menn í að slökkva strax í því sem myndaðist hafði hjá gestunum. Grindvíkingar sigruðu svo nokkuð verðskulda sem fyrr segir með 92 stigum gegn 78. Guðlaugur Eyjólfsson átti sinn besta leik í vetur þegar hann setti af stað flugeldasýningu og setti niður 6 þrista og í heild skoraði hann 20 stig fyrir Grindvíkinga. Einni átti Arnar Freyr Jónsson flottann leik með 12 stoðsendingar. Yfirburðarmaður hjá ÍR var Hreggviður Magnússon en hann skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst.






