spot_img
HomeFréttirGrindavíkursigur gegn Stúdínum

Grindavíkursigur gegn Stúdínum

09:36 

{mosimage}

 

(Tamara átti enn einn stórleikinn) 

 

Grindavíkurkonur gerðu góða ferð í höfðuborgina í gær er þær lögðu Stúdínur að velli 47-67 í Íþróttahúsi Kennaraháskólans. Tamara Bowie fór á kostum í gær með 27 stig, 16 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 varin skot í liði Grindavíkur. Með sigrinum eru Grindavíkurkonur með 20 stig í þriðja sæti deildarinnar.

 

Athygli vekur hversu lítið ÍS skoraði í leiknum en Grindavík tókst að halda þeim undir 50 stigum. Staðan að loknum 1. leikhluta var 8-22 fyrir Grindavík og í leikhléi var staðan 20-37 og nokkuð ljóst hvert stefndi. Munurinn hélst jafn, í kringum 20 stig, til leiksloka. Hildur Sigurðardóttir var ekki fjarri því að landa þrennu í gær en hún gerði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.

Fréttir
- Auglýsing -