spot_img
HomeFréttirGrindavík vann Tindastól með 12 (Umfjöllun og myndir)

Grindavík vann Tindastól með 12 (Umfjöllun og myndir)

23:24

{mosimage}

Donald Brown 

Stólarnir og Grindavík mættust í kvöld á Króknum. Þetta voru liðin í öðru og fjórða sæti þegar umferðin hófst. Byrjunarliðin voru skipuð; Donald, Samir, Ísak,  Marcin og Serge hjá Tindastóli og Adam, Jonathan, Páli K, Páli Axeli og Þorleifi hjá Grindavík.  

 

Tindastól byrjaði betur í fyrsta leikhluta þó stigaskorið færi hægt að stað hjá báðum liðum. Staðan 10 – 5 eftir fimm mínútur. Stólarnir tóku þá smá sprett og settu stigaskorið á töflunni í 16 – 7. Grindvíkingar minnkuðu aðeins forskotið fyrir annan leikhluta í kjölfar leikhlés sem þeir tóku, en staðan 21 – 15 í lok þess fyrsta. Donald kominn með 8 stig fyrir Stólana, en Igor með 6.

{mosimage}

Ísak Einarsson 

Ekki batnaði sóknin í öðrum leikhluta eða kannski small vörnin hjá báðum liðum. Þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 30 – 27. Aftur kom sprettur frá Grindvíkingum í lok leikhlutans og þeir komust einu stigi yfir fyrir hlé, staðan 31 – 32 og leikurinn í járnum. Varnirnar voru góðar í fyrri hálfleik en einnig voru bæði lið mistæk á köflum og tapaðir boltar nokkuð margir, en allt útlit fyrir spennandi síðari hálfleik.

{mosimage}

Serge Poppe

Áfram var sama jafnræðið í upphafi síðari hálfleiks. Í stöðunni 37 – 38 komu sjö stig í röð frá Tindastóli og Friðrik tók leikhlé hjá Grindavík. Það hafði tilætluð áhrif og Grindvíkingar komu til baka og enn var jafnt 47 – 47. Aftur sigu Stólarnir framúr og löguðu stöðuna í 56 – 49 og heimamenn virkuðu sterkir. Þá hljóp allt í baklás hjá þeim. Grindvíkingar minnkuðu muninn og Svavar fékk dæmda á sig tæknivillu hjá Tindastóli eftir að villa hafði verið dæmd á heimamenn. Gestirnir fengu fjögur víti og boltann og jöfnuðu leikinn enn einu sinni 56 – 56. Leikurnir virtist vera að snúast gestunum í vil og aftur og enn kláruðu þeir leikhluta af krafti. Staðan orðin 58 – 64 og síðasti leikhlutinn eftir.

{mosimage}

Barátta um frákast 

Adam Darboe skoraði fyrstu körfu fjórða leikhluta og Kiddi tók strax leikhlé. Ekki skánaði leikur heimamanna og í stöðunni 58 – 70 tók Kiddi aftur leikhlé. Nú virkaði það betur og tveir þristar í röð frá Donald og Serge orsökuðu að nú tók Friðrik leikhlé fyrir Grindavík. Liðin skiptust á körfum næstu tvær mínúturnar og skorið orðið 70 – 75 og fjórar mínútur eftir. Stemningin í húsinu fín og áhorfendur vonuðust eftir spennandi loka mínútum. Ekki varð það raunin því gestirnir skoruðu næstu sex stig og Marcin fékk sína fimmtu villu. Ísak skoraði þá tvö stig og kom muninum niður í níu stig. Þá kom þriggja stiga karfa frá Adam fyrir Grindavík og þó Ísak svaraði með þristi, þá komu bara aftur þrjú stig fyrir Grindavík og nú frá Birni Brynjólfssyni. Staðan 75 – 87 og tíminn orðin alltof skammur fyrir Tindastól til að eiga einhverja möguleika. Ísak skoraði síðustu körfu Tindastóls með þriggja stiga skoti, en Páll Axel setti tvö síðustu stig gestanna. Loka staðan 78 – 90.  Leikur Tindastóls hefur oft verið betri en í kvöld. Allt of margir boltar töpuðust og þar af nokkrir undir þeirra eigin körfu þegar þeir voru að leggjast af stað í sókn. Sendingar voru líka oft á tíðum ekki nógu nákvæmar og með agaðari leik hefðu þeir getað strítt Grindavík meira. Það kom kannski í ljós í kvöld að hópurinn er ekki nógu breiður því byrjunarliðið spilaði 184 mínútur af 200 í leiknum. Grindavík er sterkt lið með jafnan hóp og þrátt fyrir að þeir væru ekki að leika sinn besta leik í kvöld þá héldu þeir alltaf áfram og hleyptu Stólunum aldrei langt frá sér og nýttu svo mistök þeirra til að snúa leiknum sér í hag. Bestir gestanna voru Adam Darboe og Jonathan Griffin. Igor Beljanski var öflugur í fyrri hálfleik, en Páll Axel átti nokkuð rólegan leik, nokkuð sem gerist ekki oft á Króknum. Fyrir heimamenn var Marcin Konarzewski lang bestur með 25 stig og 12 fráköst. Donald var með 21 stig, en það bar lítið á honum undir lokin. Ísak og Serge átti fína spretti líka.

Stigaskor Tindastóls: Marcin 25, Donald 21, Serge 12, Ísak 12, Samir 5 og Svavar 3.

Stigaskor Grindavíkur: Adam 22, Jonathan 18, Igor 13, Páll A. 11, Páll K. 9, Björn 9, Þorleifur 6 og Ármann 2.

{mosimage}

Samir Shaptahovic fer framhjá Birni Brynjólfssyni 

Nokkrar tölur úr leiknum: 8-3, 16-7, 21-15, – 28-21, 30-27, 31-32, – 37-36, 44-41, 50-47, 57-57, 58-64, – 61-70, 68-72, 72-81, 78-90.

Dómarar leiksins voru þeir Rögnvaldur Hreiðarsson og Guðni E Guðmundsson, þeir áttu þokkalegan leik þó heimamenn hefðu oftar út á þá að setja.

{mosimage}

Ísak Einarsson

{mosimage}

Igor Beljanski stígur út í vörninni

{mosimage}

Fram, fram mín fylking

{mosimage}

Ísak Einarsson með boltann og Þorleifur Ólafsson til varnar

{mosimage}

Jonathan Griffin leggur boltann í körfuna

{mosimage}

Donald Brown treður boltanum í körfuna

www.tindastoll.is

Myndir: www.tindastoll.is

 

Fréttir
- Auglýsing -