21:54:49
{mosimage}
Snæfellsmenn mættu til leiks í Grindavík og voru án Magna en Subasic var kominn inn í sinn fyrsta deildarleik en hann var með Snæfelli í síðasta leik á móti KR í bikarnum. Snæfellingar voru í 6. sæti fyrir leikinn með 8 stig en Grindavík var í 2.sæti með 14 stig. Ekki sást gríðarmikið af fólki í húsinu sem rættist úr með tímanum en mættir voru dómararnir Rögnvaldur Hreiðarsson og Björgvin Rúnarsson.
Grindavík byrjaði vel og voru komnir 8-0 fyrstu andartök leiksins. Snæfellingar komust inní leikinn eftir að hafa ráðist betur í varnarleikinn og voru skrefi á eftir framan af fyrsta hluta. Arnar Freyr fór fyrir Grindavík og stjórnaði leiknum vel. Staðan var 20-15 þegar Davíð Hermannsson fékk óíþróttamannslega villu og Hlynur setti annað en frákastið átti Snæfell og skoruðu. Siggi Þorvalds jafnaði svo 20-20 af vítalínunni. Jón Ólafur átti síðasta orðið í fyrsta hlutanum með þrist og Snæfell leiddi 24-25.
Snæfellingar komu hressir inn í annan hluta og áttu góð stopp í vörninni sem og flestar sóknir gengu vel upp og fengu opin skot og layup. Jón Ólafur og Egill settu góða þrista fyrir Snæfell en Brenton hélt sínum mönnum við efnið og setti einn til að hressa menn við hjá Grindavík. Jafnræði var með liðunum og voru Grindvíkingar að hressari í 2-3 vörn Snæfellinga og settu stórar körfur niður þar sem Brenton spilaði stóra rullu. Grindavík gerði áhlaup seinni hlutann og pressuðu stífa vörn og uppskáru góðann 12-0 kafla þar sem ekkert gekk sóknarlega hjá Snæfell og þeir misstu boltann illa á móti sterkum Grindvíkingum. Undir lokin fékk Gunnlaugur óíþróttamannslega villu sem Arnar Freyr setti niður og Grindavík leiddi hálfleikinn 53-42 og var seinni hlutinn að skila þeim vel inní leikinn.
Hjá Grindavík voru Brenton með 15 stig og Arnar Freyr með 13 stig að skila mjög góðu framlagi ásamt öllu liðinu þegar varnarleikurinn datt inn um miðjan annann hlutann. Hjá Snæfelli var Jón Ólafur heitur með 13 stig og Hlynur með 7 stig og 8 fráköst, en Snæfellingar þurftu að fara að halda boltanum betur ef ekki átti illa að fara þar sem 15 tapaðir boltar lágu í fyrri hálfleik.
Snæfellingar komu til baka með látum og komust nær í 55-52 og var Siggi að setja 8 stig af þessum 10. Hlynur var að frákasta vel og hirti allt sem í boði var og um tíma var hann nætum því með jafnmörg og allt Grindavíkurliðið. Herslumuninn vantaði að Snæfell jafnaði en Grindavík var að ná áttum um miðjann þriðja hlutann og voru fljótir að koma sér í stöðuna 66-57 og Snæfellingar tóku leikhlé til að ráða sínum ráðum en Helgi Guðfinns var orðinn illviðráðanlegur á þessum kafla. Grindavík náði að hanga á 10-12 stiga forskotinu og voru Páll Axel, Arnar og Helgi að fá svigrúm í sókninni. Staðan fyrir fjórða og síðasta hlutann var 77-65 fyrir heimamenn í Grindavík.
Erfitt var fyrir Snæfellinga að elta og héldu Grindavík þeim framan af um 10 stigum fyrir aftan sig. Snæfellingar voru komnir með of marga tapaða bolta eða 21 um miðjan fjórða hluta og var sendingargyðjan ekki þeim hliðholl. Grindvíkingar voru duglegir að sækja upp á körfuna og fengu nokkrar góðar með sprettum sínum. Vörn Grindvíkinga var dugleg að skipta um taktík og unnu þeir vel á því. Þrátt fyrir leikhlé og létt spjall sóttu Snæfellsmenn ekki gull í greipar Grindavíkur og héldu heimamenn sínu striki á meðan Snæfellingar gáfu eftir. Hlynur fékk svo óíþróttamannslega villu en hann hafði barist vel i vörninni fyrir Snæfell. Snæfell átti svo supersubs undir lokin og fengu allir að spreyta sig. Leikurinn endaði svo 93-81 fyrir Grindavík sem fylgir KR eins og skugginn í toppbáráttunni.
Hjá heimamönnum var Arnar Freyr öflugur með 22 stig 6 frák. og 6 stoð. Páll Axel og Brenton voru með 18 stig hvor og leiddu vagninn um tíma. Helgi kom sterkur inn á kafla og var með 13 stig. Hjá Snæfelli var Hlynur Bærings 1 stoðsendingu frá þrefaldri tennu en hann var sterkur í leiknum með 15 stig, 21 frákast (10s/ 11v) og svo 9 stoð. Sigurður Þorvalds var skorari kvöldsins með 26 stig og Jón Ólafur var með 17 stig. Ljóst er að Snæfell með sína 28 tapaða bolta þurfa að fara að spá í þá hluti á meðan fátt annað virðist vera að hrjá þá í leikjum. Fráköstin voru allavega Snæfellinga sem tóku 43 á móti 27 Grindavíkur sem náðu með sterkri heild að taka sigurinn í kvöld.
Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Þorsteinn G. Kristjánsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



