spot_img
HomeFréttirGrindavík vann sinn sjöunda leik í röð

Grindavík vann sinn sjöunda leik í röð

Þór Þ                22-21-21-20  84

Grindavík         18-22-24-28  92

Þór tók á móti Grindavík í Icelandic Glacial Höllinni og í stuttu máli áttu þessi lið sætaskipti útaf innbyrðisviðureign liðannna sem eru bæði með 22 stig Þór í 5 sæti og Grindavík fer uppí 3 sæti þar sem Njarðvík spilaði ekki í kvöld.

Fyrir leik

Þór er fyrir leikinn í 4 sæti með 22 stig og Grindavík í 5 sæti með 20 stig og eru því að berjast um heimavallaréttt í úrslitakeppni. Þórsarar unnu síðasta leik á móti Álftanesi á útivelli nokkuð örugglega og eru með eitt skemmtilegasta lið deildarinnar.

Grindavík eru búnir að vinna 6 leiki í röð í deild, síðast völtuðu þeir yfir Njarðvík með 38 stigum og eru heitasta liðið í deildinni og samkvæmt tölfræði með besta sóknarliðið. Síðast þegar þessi lið mættust vann Grindavík, en Þór er síðasta liðið sem þeir mættu í HS Orku höllinni í bili allavega.

Byrjunarlið

Þór: J.Sample, D.Davis, Tómas V, N.Pruitt, Emil.K

Grindavík: Óliafur, D.Kane, D.Basile, D.Mortensen, Kristófer.

Fyrri hálfleikur

Fyrsti leikhluti er jafn hátt spennustig og brjáluð stremning í húsinu Grindvíkingar hitta frekar illa eða 35% þó svo að Mortensen hafi sett tvo þrista í röð klikkuðu þeir á átta næstu á eftir. Staðan Þór 22 – 18 Grindavík.

Annar leikhluti Grindavíkingar ná illa að leggja niður lagskotinn sín og um miðjan leikhlutan er Pruitt farinn að setja niður þristana sína. Ótrúlegt að fylgjast með Tómasi Val maður gleymir því oft að hann er bara 18 ára en ekki 27 ára fullmótaður leikmaður því Grindvíkingar eiga í erfiðleikum með hann í vörninni.

Gestirnir eru samt ekki langt undan Mortensen að spila vel og Basile en Þór er skrefi á undan með góðri vörn og loka teignum vel. Fyrri hálfleikur endar Þór 43 – 40 Grindavík.

Tölfræði fyrri hálfleiks

Þór: Tómas Valur 16 stig N.Pruitt 12stig

Grindavík: D.Mortensen 12 stig. D.Kane 11 stig

Seinni hálfleikur

Leikhlutinn byrjar á að Grindavík gefur Davíð Arnari skotið sem setur tvo þrista í röð.

En þeir en Grindavík á líka góðar skyttur eða eins og einn Daníel M sem er í 75% nýtingu í þriggja stiga og þeir setja þá tvo í röð og leikhlutinn helst jafn allt til enda bæði lið að gera mistök í sókn sem er afrakstur góðs varnaleiks beggja liða.

Þór er samt hægt og bítandi að vinna baráttuna inní teig. 64-64 þegar við förum inní fjórða.

Eftir rúmar 4 mín tekur Þór leikhlé en þá hafa Grindvíkingar skorað 17 stig og Þór 4 og staðan 68- 78.

Forskotið er of mikill biti fyrir Þór og Grindavík vinnur sinn sjöunda leik í röð og eru komnir með innbirðis á Þór og þar af leiðandi sæta skipti uooí fjórða sætið og Þór í fimmta bæði lið með 22 stig.

Tölfræði

Þór: Tómas Valur 22 stig Davis 19 stig

Grindavík: Basile 27 stig Mortensen 24 stig

Kjarninn

Allir vellir eru heimavellir Grindavíkur í dag enda sást það í stúkunni vel mætt báðum meginn en það heyrðist meira í gestunum. Þór var að spila hörku vörn en misstu þetta í fjórða leikhluta þegar að stórir póstar stigu upp með Mortensen sem var búin að draga vagninn fyrir Grindavík megnið af leiknum og þeirra besti maður og Basile sem endaði leikinn með 27 stig.

Hvað svo?

Þór fer í Smárnn í Kópavogi og leikur á móti Breiðablik.

Grindavík heimsækir Hamar í Hveragerði.

Fréttir
- Auglýsing -