spot_img
HomeFréttirGrindavík tryggði sig í undanúrslit fyrst liða

Grindavík tryggði sig í undanúrslit fyrst liða

Grindavík lagði Þór Akureyri í Smáranum í kvöld í þriðja leik átta liða úrslita Subway deildar kvenna. Með sigrinum tryggði Grindavík sig áfram í undanúrslit keppninnar 3-0, en ekki verður ljóst hver andstæðingur þeirra verður þar finn en önnur einvígi klárast.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn vel framan af. Grindavík leiddi þó með 5 stigum eftir fyrsta leikhluta, 25-20 og 7 stigum þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 47-40. Grindavík nær svo enn betri tökum á leiknum í upphafi seinni hálfleiksins og eru komnar með 15 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 73-58. Í honum hleypa þær Þór aldrei inn í leikinn, leiða mest með 21 stigi en sigra að lokum með 18 stigum, 93-75.

Atkvæðamest fyrir Grindavík í leiknum var Eve Braslis með 26 stig og 10 fráköst. Henni næst var Sarah Sofie Mortensen með 19 stig og 4 fráköst.

Fyrir Þór var Lore Devos með 24 stig, 8 fráköst og Hrefna Ottósdóttir bætti við 15 stigum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -