spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGrindavík tilkynnir eftirmann Khalil Shabazz

Grindavík tilkynnir eftirmann Khalil Shabazz

Grindavík tilkynnti fyrr í dag að bandarískur leikmaður þeirra Khalil Shabazz hefði leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.

Rétt í þessu tilkynnti félagið svo hver myndi taka sæti hans í liðinu, en það er fyrrum leikmaður þeirra Jeremy Pargo.

Jeremy lék 15 leiki fyrir Grindavík á síðustu leiktíð og skilaði á þeim 20 stigum, 6 fráköstum og 7 stoðsendingum að meðaltali.

Tilkynning:

Pargo snýr aftur!

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Jeremy Pargo mun leika með Grindavík það sem eftir lifir tímabils.

Pargo þarf vart að kynna fyrir þeim sem fylgjast með íslenskum körfubolta (eða NBA) en hann var með tæp 26 stig og rúmar sjö stoðsendingar í þeim leikjum sem hann með Grindavík á síðasta tímabili.

Hann er leikstjórnandi af guðs náð sem kemur með mikla reynslu, ró og staðfestu inn í sóknarleik liðsins og við bindum miklar vonir við að hér sé komið síðasta púslið sem okkur hefur vantað fyrir lokasprettinn.

Fréttir
- Auglýsing -