spot_img
HomeFréttirGrindavík-Þór Þorlákshöfn leikur 3: Grindavík 2-1 Þór

Grindavík-Þór Þorlákshöfn leikur 3: Grindavík 2-1 Þór

Nú stendur yfir þriðja úrslitaviðureign Grindavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn en leikið er í Röstinni og Grindavík leiðir einvígið 2-0. Ef gulir vinna í kvöld verða þeir Íslandsmeistarar.
LEIK LOKIÐ: Lokatölur 91-98 fyrir Þór sem tryggja sér fjórða leikinn í Þorlákshöfn. Nýliðarnir skemmdu veisluna hjá gulum.
 
– 8,95sek eftir af leiknum: 91-98 fyrir Þór og Helgi tekur leikhlé fyrir Grindvíkinga…orðið frekar útvatnað hérna og fátt annað en kraftaverk dugir gulum ef þeir ætla sér eitthvað.
 
– 20sek eftir af leiknum: 87-96 fyrir Þór og heimamenn í Grindavík eru á vítalínunni.
 
– 1.11mín eftir af leiknum: 83-91 fyrir Þór… hér er kominn upp einhver vítaleikur 
 
– 1.55mín eftir af leiknum: Govens eykur muninn í 10 stig! 78-88 fyrir Þór eftir sterkt gegnumbrot hjá Govens.Þór er hér að tryggja sér fjórða leikinn í Þorlákshöfn… nýliðarnir sem allir voru búnir að afskrifa fyrir kvöldið eru í stóru stráka buxunum í kvöld!
 
– 2.26mín eftir af leiknum: 77-84 fyrir Þór og Janev á leið á vítalínuna í liði Þórs. Ef hann setur bæði getur hann aukið muninn í níu stig fyrir gestina. Leikhlé í gangi…
 
– 3.10mín eftir af leiknum: 77-83 fyrir Þór, Watson að skora í teignum fyrir Grindavík. Næstu þrjár mínútur ættu að verða ansi hjartastyrkjandi.
 
– 3.45mín eftir af leiknum: 75-83 fyrir Þór og Bullock að missa tvö víti fyrir Grindavík… maður sér það ekki á hverjum degi.
 
– 4.30mín eftir af leiknum: 73-83 fyrir Þór og það er hver karfa þyngdar sinnar virði í gulli núna. Leikhlé Grindavík.
 
– 6.45mín eftir af leiknum: 71-81 fyrir Þór
 
– 7.42mín eftir af leiknum: 69-79 fyrir Þór en Govens var að fá sína fjórðu villu í liði Þórsara.
 
– 8.30mín eftir af leiknum: 68-77 fyrir Þór en Björn Steinar setur þrist fyrir Grindvíkinga.
 
– Þriðja leikhluta lokið: 65-76 fyrir Þór sem vann þriðja leikhluta 27-21. 
 
– 2.10mín eftir af þriðja: 61-74 eftir þrist frá Govens og Þórsarar í fluggírnum!
 
– 3.50mín eftir af þriðja: 59-69 fyrir Þór eftir þrist frá Janev! Þór er með 10 stiga forystu sem er mesta forysta sem þeir hafa náð í einvíginu.
 
– 4.30mín eftir af þriðja: 57-66 fyrir Þór eftir að Guðmundur Jónsson setur lygilegan þrist spjaldið og ofaní!
 
– 6.50mín eftir af þriðja: 55-56 fyrir gestina í Þór.
 
– Síðari hálfleikur er hafinn og fyrstu stigin gerir Giordan Watson úr þriggja stiga skoti og minnkar muninn fyrir heimamenn í 47-49.
 
– Skotnýting liðanna í hálfleik
Grindavík: Tveggja 45,8%, þriggja 33,3% og víti 100%
Þór Þorlákshöfn: Tveggja 52%, þriggja 33,3% og víti 78,5%
 
– Hálfleikur: 44-49 fyrir Þór í hálfleik. Þórsarar með sterkan endasprett á fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa mátt kyngja óíþróttamannslegri villu og T-víti á Benedikt þjálfara. Þór setti undir sig höfuðið og skoruðu sex stig í röð á Grindavík á tæplega einni og hálfri mínútu.
 
– 1.23mín eftir af öðrum: Benedikt Guðmundsson fær hér T-víti frá Kristni Óskarssyni sem skipaði Benedikt að fara aftur inn í þjálfaraboxið en Benedikt sinnti ekki um þá skipun dómarans og uppskar tæknivíti. Grindavík komst í 44-43 með vítunum.
 
– 2.20mín eftir af öðrum: Dæmd óíþróttamannsleg villa á Guðmund Jónsson eftir viðskipti sín við Pál Axel sem fer á línuna og setur bæði vítin. Grindavíkurinnkastið leiðir svo af sér stökkskot frá Bullock og alls fjögurra stiga sókn heimamanna og staðan því 42-41 Grindavík í vil.
 
– 4.51mín eftir af öðrum: 33-34 fyrir Þór og gestirnir taka leikhlé enda Grindvíkingar staddir í miðju 7-1 áhlaupi og Benedikt kallar því sína menn á bekkinn til að fara yfir málin. 
 
– 5.42mín eftir af öðrum: 31-34 fyrir Þór sem hafa betur í frákastabaráttunni á fyrstu 15mín leiksins og það er að reynast þeim drjúgt í Röstinni.
 
– 7.05mín eftir af öðrum: 26-32 fyrir Þór og Henley var að skora í liði Þórsara. Grindvíkingar taka leikhlé en að því loknu mætir Henley á vítalínuna. Henley kemur sterkur inn í annan leikhlutann hjá gestunum.
 
– 9.00mín eftir af öðrum: 24-28 fyrir Þór og hlutirnir gerast hratt. Darri opnaði annan leikhluta fyrir Þór með þrist eftir að Grindvíkingar höfðu misnotað tvö teigskot í röð.
 
– Fyrsta leikhluta lokið: 22-23 fyrir Þórsara. Govens kominn með 8 stig og 4 stoðsendingar í liði Þórs en hjá Grindavík er Watson einnig með 8 stig og 4 stoðsendingar. 
 
– 40 sek eftir af fyrsta: Baldur Þór mætir svellkaldur af bekknum og kemur Þór í 20-23 með þriggja stiga körfu.
 
– 1.42mín eftir af fyrsta: 17-19 fyrir Þór, Janev að skella niður þrist fyrir Þorlákshafnarbúa. Þessi fyrsti leikhluti er hressandi og liðin skiptast á forystunni.
 
– 2.23mín eftir af fyrsta: 15-16 og brotið á Þorleifi í skoti sem heldur á vítalínuna fyrir heimamenn.
 
– 4.17mín eftir af fyrsta: 10-14 fyrir Þór og Govens að smella niður þrist, kominn með átta af fyrstu 14 stigum Þórs í leiknum.
 
– 5.00mín eftir af fyrsta: 10-9 fyrir Grindavík. Brotið á Govens í þrist og hann smellti öllum þremur niður af góðgerðarlínunni.
 
– 6.30mín eftir af fyrsta: 8-4 fyrir Grindavík, gestirnir úr Þorlákshöfn að fara illa með færin sín í upphafi leiks.
 
– 3-0 Jóhann Árni Ólafsson opnar leikinn með þrist fyrir Grindavík.

– Byrjunarliðin:
Grindavík: Giordan Watson, Þorleifur Ólafsson, Jóhann Árni Ólafsson, J´Nathan Bullock og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens, Guðmundur Jónsson, Darri Hilmarsson, Joseph Henley og Blagoj Janev.

 
– Uppselt var í Röstina tæpum klukkutíma fyrir leik.
Fréttir
- Auglýsing -