spot_img
HomeFréttirGrindavík-Þór bikarmeistari 11. flokki drengja

Grindavík-Þór bikarmeistari 11. flokki drengja

 Breiðablik og Grindavík-Þór   mættust í 11. flokki drengja í úrslitum bikarsins í Grindavík í dag en Grindavík og Þór Þorlákshöfn tefla saman liði í þessum flokki.. Fyrirfram var búist við að Grindvík-Þór myndu taka sigur í þessum leik, verandi á heimavelli. Grindvík-Þór stóðust pressuna og lönduðu bikarnum þrátt fyrir gríiðarlega góða baráttu frá Blikum.  Lokastaða leiksins 96:85 Grindvík-Þór í vil og þeir vel að þessu sigri komnir.
 
1. leikhluti
Byrjun leiks var líkt og í eðlilegum bikarleik. Bæði lið að finna sig og reyna að losa sig við þann taugatitriing sem svona leik fylgir.  Jafnt var framan af leikhlutanum en það voru heimamenn í Grindavík-Þór sem tóku frumkvæðið þegar á leið. Halldór Hermannsson fór fyrir sínum mönnum í fyrsta leikhluta og var að spila gríðarlega vel. Skoraði grimmt og mataði félaga sína.  Grindvíkingar leiddu eftir leikhlutann 26:19. 
 
2. leikhluti
Breki Gylfason opnaði annan leikhluta með huggulegri iðnaðartroðslu  og minnkaði muninn niður í 5 stig.  Það var svo Snorri Vignisson sem fór að láta til sín taka og skoraði á stuttum kafla 6 stig í röð jafnaði leikinn í 31:31 þegar um 6 mínútur voru til hálfleiks.  Blikar búnir að ná frumkvæðinu í leiknum og þegar Brynjar Ævarsson fiskaði svo ruðning á Grindvík-Þór leyst Jóhanni Ólafssyni þjálfara Grindavíkur-Þórs ekkert á það sem hann sá og bað um leikhlé. Leikurinn hélst nokkuð jafn og hraður á þessum tíma en Blikar þó örlítið sprækari á þessum kafla.  Blikar höfðu komið sér í nokkuð þægilegt 34:39 forskot í leiknum og mikið púður frá Grindavík-Þór fór í dómara leiksins í stað þess að einbeita sér að sínum leik. Grindavík-Þór óx hinsvegar ásmegin til loka fjórðungsins og fóru með 45:41 forskot til leikhlés.
 
3. leikhluti
Grindavík-Þór hófu leikhlutann á því að setja fyrstu 7 stigin og þar með komnir í 11 stiga forskot. Hilmir Kristjánsson sem hafði fram að þessu hafði ekki verið áberandi sá um þessi 7 stig fyrir þá gulklæddu. Meiri barátta færðist í leikinn og liðin skiptust á að skora á næstu mínútum leiksins.  Hilmir Kristjánsson hélt áfram að skora, drengurinn búin að “mastera” þessi stuttu hliðarskot nánast uppá tíu.  Blikar börðust vel þrátt fyrir allt svo vel að Grindavík-Þór voru aldrei langt undan eða aldrei meira en  þessum 8 stigum og það var svo Aðalsteinn Pétursson sem sett niður þrist og minnkaði muninn niður í 63:58 þegar rúmlega þrjár mínútur voru til loka leikhlutans.  Grindavík-Þór hinsvegar svöruðu um hæl og Gísli Gunnarsson var á auðum sjó í vinstrahorninu og þakkaði pent fyrir sig með þrist.  Ofaní það var það svo Halldór Hermannsson sem setti niður tvö stig og svo víti og munurinn allt í einu komin í 12 stig á rétt rúmri mínútu, 70:58. Grindavík-Þór spiluðu skynsamlega gegn svæðisvörn Blika það sem eftir lifði leikhlutans og fóru með 11 stiga forskot inn í síðasta leikhlutan, 75:64. 
 
4. leikhluti
 
Brynjar Ævarsson opnaði leikhlutann með þrist fyrir Blika en Hilmir Kristjánsson svaraði um hæl hinumegin með tveimur stigum. Leikurinn hraður og skemmtilegur en nú var að duga eða drepast fyrir þá Blika því þeir voru svo sannarlega í holu, 11stig í mínus holu.  Blikar emð seiglu voru búnir að minnka muninn niður í 6 stig þegar 5 mínútur voru til loka leiks, 79:73.  Leikurinn hélt áfram að vera hraður og skemmtilegur. Títt ræddur Hilmir Kristjánsson setti niður enn ein þrjú stigin og kom sínum mönnum í 84:77 þegar um 3 mínútur voru til loka leiks og Hilmir búin að salla niður 29 stigum og hirða 15 fráköst á þessum tímapunkti í leiknum. Tíminn var ekki að vinna með þeim Blikum og það þurfti eitthvað róttækt að fara að gerast í þeirra leik til að knýja sigur. Jón Þráinsson hjá Grindvíkingum setti svo fyrsta naglann í kistu Blika með þristi úr horninu og heimamenn komnir í 86:79 þegar aðeins 2 mínútur voru til loka leiks. Hinn hávaxni miðherji Blika Breki Gylfason fékk svo sína 5. villu þegar rúm mínúta var til loka og þar með var allur vindur úr þeim Blikum og Grindvíkingar búnir að tryggja sér sigurinn. Á endanum fór það svo að Grindavík-Þór höfðu verðskuldaðan sigur í leiknum 96:85 en þetta lið Breiðabliks fær stóran plús fyrir gríðarlega baráttu og hættu aldrei sama hversu mikið á móti blés.  Sameiginlegt lið Grindavík-Þórs þar með bikarmeistarar 11. flokki drengja 2014
 
Hilmir Kristjánsson var svo valinn maður leiksins með 31 stig og 16 fráköst.
 
 
Byrjunarlið Breiðablik:
Aron Þórðarson
Breki Gylfason
Snorri Vignisson
Matthías Örn Karelsson
Brynjar Karl Ævarsson
 
 
Byrjunarlið Grindavík-Þór
Ingvi Þór Guðmundsson
Hilmir Kristjánsson
Kristófer Breki Gylfason
Aðalsteinn Pétursson
Halldór Hermannsson
Fréttir
- Auglýsing -