spot_img
HomeFréttirGrindavík tekur sigur inn í úrslitakeppnina

Grindavík tekur sigur inn í úrslitakeppnina

Stjarnan tók á móti Grindavík í lokaumferð A-hluta Subwaydeildar kvenna í kvöld. Grindavík var fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar, en Stjarnan í því fimmta.

Eftir jafnan leik unnu Grindvíkingar fjögurra stiga sigur, 73-77. Katarzyna Trzeciak skoraði mest fyrir heimakonur, 25 stig, á meðan Dani Rodriguez skoraði jafnmörg stig fyrir Grindavík.

Bæði lið munu leika í úrslitakeppni Subway deildar kvenna. Stjarnan mætir þar Haukum, en Grindavík mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Vals.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -