spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaGrindavík sótti tvö stig í Skógarsel

Grindavík sótti tvö stig í Skógarsel

Nýliðar ÍR máttu þola tap í kvöld fyrir Grindavík í Subway deild kvenna, 46-80. Grindavík eftir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 10 stig á meðan að ÍR er enn í neðsta sætinu án sigurs eftir fyrstu 14 umferðirnar.

Atkvæðamestar fyrir heimakonur í ÍR í leiknum voru Greeta Uprus með 14 stig, 14 fráköst og Margrét Blöndal með 10 stig og 7 fráköst.

Fyrir Grindavík var Danielle Rodriguez atkvæðamest með 13 stig, 11 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Henni næst var Hulda Björk Ólafsdóttir með 22 stig, 2 fráköst og 4 stolna bolta.

Bæði lið eiga leik næst eftir áramótin komandi miðvikudag 4. janúar, en þá fær Grindavík Fjölni í heimsókn og ÍR heimsækir Hauka.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -