spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaGrindavík slátraði og hamfletti Valsmenn

Grindavík slátraði og hamfletti Valsmenn

Í kvöld lauk 20. umferðinni í Subway deild karla, með sannkölluðum stórleik. Tvö heitustu liðin eftir áramót að mætast, Grindavík tekur á móti Valsmönnum. Grindavík hefur unnið síðustu 9 leiki í deild og Valur síðustu 11. þannig að þá mátti búast við einhverri flugeldasýningu. Dúndrandi stemmng á pöllunum, Grindavík mjög fjölmennir á pöllunum. Eftir frekar jafnan fyrsta leikhluta, þá tóku Grindavík leikinn yfir eftir það og slátruðu Valsmönnum, unnu sanngjarnan sigur 98-67

Nokkuð ljóst að það var taugaspenna í báðum liðum, misstu boltann ítrekað eða áttu misgóð skot. En síðan fór þetta nú að ganga betur hjá báðum liðum. Mikið jafnræði með liðunum, skiptust á að hafa forystuna. Bæði lið skiptust á að tuða í dómurunum en leikhlutinn endaði með þriggja stiga forystu Grindavíkur, eftir eina úr djúpinu frá Óla, 22-19.

Ólafur hóf svo annan leikhluta á erfiðum þristi sem setti tóninn og náðu þeir fljótlega 10 stiga forystu og voru Valsmenn að missa boltann ítrekað frá sér. Valsmenn komu aðeins til baka, en Grindavík lék á alls oddi og skoraði nánast að vild og náðu um tíma 13 stiga forskoti. Valsmönnum tókst þó að minnka þetta aðeins í lokin og staðan í hálfleik 48-40.

Grindavík komu vel stemmdir úr hléinu og hentu niður einum þristi, þeim héldu síðan engin bönd og áttu Valsmenn engin svör við þeirra leik. Þegar Basile tók þrist langt fyrir utan þriggja stiga línuna og Grindavík í 17 stiga forystu, þá var Finni nóg boðið. Valsmenn náðu aðeins að saxa á forskotið, en stemmingin var öll hjá Grindavík og þeir  völtuðu hreinlega yfir Valsmenn. Grindivík leiddi 77-56 þegar einn leikhluti var eftir.

Valsmenn reyndu hvað þeir gátu til að komast aftur inn í leikinn, byrjuðu betur en gæðin og gleðin var öll hjá Grindavík. Basile algjörlega sturlaður bæði í vörn og sókn. DeAndre Kane sýnir það og sannar að hann er einn af albestu mönnum deildarinnar. Miðað við þennan leik þá er ljóst að Grindavík er að gera risastórt kall sem Íslandsmeistaraefni. Valsmenn vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem allra fyrst, það gekk ekkert upp hjá þeim og vörnin, sem hefur verið þeirra aðalsmerki var fjarverandi í kvöld. Grindavík endaði á að vinna Val með 31 stigi, 98-67.

Hjá Grindvík var Basile með 24 stig og 10 stoðsendingar, DeAndre Kane 20 stig og 7 frákköst, Julio De Asisse kom síðan sterkur inn með 19 stig. Hjá Valsmönnum var Kristinn Páls með 18 stig go Justas með 15.

Í næst síðustu umferð fyrir úrslitakeppnina, sem verður 28. mars, þá fer Grindavík í Garðabæinn og heimsækir Stjörnuna, Valsmenn aftur á móti taka á móti Breiðablik.

Tölfræði leiks

Viðtöl birt upphaflega á Víkurfréttum

Fréttir
- Auglýsing -