20:40
{mosimage}
Grindavík sigraði Snæfell 93-81 í Iceland Express deild karla í kvöld en leikjum kvöldsins er að ljúka. Breiðablik vann Stjörnuna í Garðabæ í háspennu leik 87-91. Á Selfossi var annar háspennuleikur á milli FSu og ÍR þar sem ÍR vann að lokum 71-75 Nemanja Sovic var í miklum ham í kvöld í Ásgarði þar sem hann æfði í sumar með Stjörnunni. Hann skoraði 41 stig og tók 17 fráköst. Fannur Helgason var stigahæstur Stjörnumanna með 21 stig og Justin Shouse var með 11 stoðsendingar.
Arnar Freyr Jónsson skoraði 22 stig fyrir Grindavík en Sigurður Þorvaldsson skoraði 26 fyrir Snæfell. Hlynur Bæringsson tók 21 frákast og er orðinn frákastahæstur í deildinni í vetur með 13,8 fráköst í leik.
Sveinbjörn Claessen skoraði mest ÍR inga í Iðu eða 21 stig en Thomas Viglianco var stigahæstur FSu manna með 22 stig auk þess sem hann tók 12 fráköst.