
Fyrirliði Grindavík-B Sigurbjörn Dagbjartsson, fann sig ekki í kvöld þar sem stíf pressa var sett á kappann frá fyrstu mínútu leiksins
Grindavík-A sigraði heimalið Grindavík-B í kvöld með 127 stigum gegn 63. Leikurinn var einstefna frá fyrstu mínútu en skemmtilegir taktar sáust þó frá gömlum keppum ár borð við Guðmund Bragason, Berg Hinriksson og svo Friðriks Ragnarssonar sem skoraði 18 stig á sína lærisveina í kvöld. Meira um leikinn á morgun og einnig verða fleiri myndir birtar.



