spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaGrindavík semur við landsliðskonu til ársins 2026

Grindavík semur við landsliðskonu til ársins 2026

Isabella Ósk Sigurðardóttir hefur samið við Grindavík fyrir næstu tvö tímabil í Subway deild kvenna.

Isabella hóf feril sinn hjá Breiðabliki þar sem hún lék með yngri flokkum og meistaraflokki. Á feril sínum hefur Ísabella spilað fyrir Zadar Plus í Króatíu, Panserraikos í Grikklandi og South Adelaide Panthers í Ástralíu.

Isabella kemur til Grindavíkur frá Njarðvík, þar sem hún skilaði 10 stigum, 8 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik. Þá hefur hún verið hluti af íslenska landsliðinu á síðustu árum, en hún hefur leikið 14 leiki fyrir landið.

Fréttir
- Auglýsing -