spot_img
HomeFréttirGrindavík og Stjarnan mætast í mislituðum sokkum

Grindavík og Stjarnan mætast í mislituðum sokkum

Um allan heim gengur fólk um í mislituðum sokkum til heiðurs Alþjóðlega Downs-deginum sem haldin er hátíðlegur í dag. Með því er margbreytileika heimsins fagnað og hafa margir tekið þátt á borð við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands. 

 

Meistaraflokkur Grindavíkur mun leika í mislituðum sokkum gegn Stjörnunni í kvöld í lokaumferð Dominos deildar kvenna. Frá þessu greinir Lovísa Falsdóttir leikmaður Grindavíkur á twitter fyrr í dag. Á sama tíma skorar hún á fleiri lið í deildinni að taka þær til fyrirmyndar. 

 

Mótherjar Grindavíkur í kvöld er Stjarnan sem samkvæmt heimildum Karfan.is ætla einnig að leika í mislituðum sokkum og hafa sótt um leyfi til KKÍ til þess. 

 

Karfan.is tekur undir áskoranir til liðanna að leika í mislituðum sokkum og skorar einnig á alla blaðamenn og starfsmenn leikjanna að mæta í mislituðum sokkum í tilefni dagsins.  

 

 

 

Downs félagið hefur hvatt til þess að deila myndum mislituðu sokkunum á Instagram með hashtaginu #downsfelag og #downsdagurinn.

 
Fréttir
- Auglýsing -